ICELAND FISHING EXPO

SJÁVARÚTVEGUR 2022

Sýningin Sjávarútvegur 2022 verður haldin í Laugardalshöll 21.-23. september 2022.

Undanfarin ár hefur íslenskur sjávarútvegur verið í stöðugri uppsveiflu. Það má með sanni tala um tæknibyltingu í útgerð og vinnslu fiskafurða sem hefur fleytt íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Íslensk frystihús eru orðin hátæknivædd og fiskiskipaflotinn er útbúinn með nýjasta og fullkomnasta tæknibúnaði til fiskiveiða. Fjöldi sprotafyrirtækja hafa verið sett á laggirnar en umrædd fyrirtæki hafa náð langt í frumkvöðlastarfi hvað varðar nýjar aðferðir til að vinna afurðir úr fiski, svo sem í snyrtivörum, lyfjum og vítamínum auk ýmissa hönnunarvara úr fiskroði. Þökk sé þessari frumkvöðlavinnu og skapandi hugsun, þá má með sanni segja að framtíðin í íslenskum sjávarútvegi sé björt.

Við hlökkum til að sjá ykkur í Laugardalnum 2022 !

UMSAGNIR

 

 

„Við í ELTAK vorum mjög sátt og ánægð með alla skipulagningu og framkvæmd hjá Ólafi og hans fagfólki á sýningunni SJÁVARÚTVEGUR 2016.

Það var fagfólk með mikla reynslu í öllum ábyrðar störfum í undirbúningi og vinnu á sýningunni.  Þetta skiptir okkur sýnendur verulegu mál.

Ekki má gleyma að kostnaður sýnenda við leigu á básum var mikið lægri en á sambærilegum sýningum á Íslandi. Það er mikilvægt að minnast á það, það telur stórt.

ELTAK hefur staðfest sýningarbás á SJÁVARÚTVEGUR 2022 og við hlökkum til að vinna aftur með íslensku fagfólki í sýningarhaldi og skipulagningu“

Jónas Á. Ágústsson,
Framkvæmdastjóri Eltaks

„Marport tekur að jafnaði þátt í 5 eða fleiri sýningum á ári. Ýmist á eigin vegum eða með umboðsmönnum. Sjávarútvegssýningin 2016 var að okkar mati í sérflokki varðandi marga þætti og raunar í sérflokki.

Má þar nefna skipulag við uppsetningu og niðurtekt, þjónusta af hendi sýningarhaldara og upplýsingagjöf og síðan en ekki síst lýsing sýngarrýmis sem skapaði góða stemmingu. Viðbrögð gesta voru öll mjög jákvæð, sérstaklega sú staðreynd að hafa úrval hótela i göngufjarlægð frá sýningarsvæðinu.

Ekki spillti fyrir að verðið fyrir sýngarrými var mun hagstæðara en okkur hefur áður staðið til boða hér á landi.“

Óskar Axelsson
Stofnandi Marport

„Við hjá Faxaflóahöfnum sf. tókum þátt í Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll árið 2016. Sýningin var einstaklega vel heppnuð að okkar mati og tókum við þá ákvörðun strax að lokinni sýningu að panta aftur árið 2019. Upplýsingagjöf til þátttakenda á sýningunni var til fyrirmyndar og allt stóðst. Það sem okkur fannst svo frábært við þessa sýningu, var hversu vel allt var skipulagt og hversu margir sóttu sýninguna.

Sýning sem þessi er góð leið fyrir fyrirtæki að byggja upp sterkt tengslanet sem og viðhalda því tengslaneti sem nú þegar er til staðar.“

Erna Kristjánsdóttir
Markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna