BÓKA BÁS

HAFðU SAMBAND OG BÓKAÐU SVÆÐI!

 

Þátttökukostnaður

Verð á gólfplássi innan Laugardalshallar er kr. 19.500 + vsk. per m2.   Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 35.000 + vsk.

Vinsamlegast athugið að ofangreind gjöld eiga við gólfpláss. Uppsetning bása, veggir, lýsing, húsgögn, prentun og annað er ekki innifalið í verðinu. Sýnendum er velkomið að velja á milli sýningarfyrirtækja eða að koma með eigið kerfi.

Fyrirtækið Merking gerir sýnendum tilboð um básakerfi: Innifalið í tilboðinu er eftirfarandi: Uppsetning á kerfisveggjum, uppsetning á kappa/facia board, merking með nafni sýnanda á kappa, þrjú ljós og einn raftengill. Steingráar teppaflísar verða á gólfi.

Séu óskir um sérlausnir í rafmagni þá hafa samband við Merkingu. Sýnendur geta haft samband ef hentar við Merkingu: Pétur 899 0021 / 556 9000 peturingi@merking.is.

Staðfestum sýnendum býðst að fá fjölda boðsmiða á sýninguna þeim að kostnaðarlausu. Þannig næst að okkar mati góð markaðssetning beint til réttra aðila. Sýningin er aðallega ætluð fagaðilum innan sjávarútvegsgeirans. Almenningi gefst þó tækifæri á að heimsækja sýninguna og verður miðaverð óbreytt kr. 3.500 og kr. 2.500 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og námsmenn.

ICELAND FISHING EXPO 2022 verður án efa ein glæsilegasta sýning sem haldin hefur verið innan veggja Laugardalshallar. Við vonum að þið hafið tækifæri á að taka þátt í ævintýrinu með okkur.

Sýningarsvæðum verður úthlutað eftir kerfinu „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Til að bóka svæði er hægt að hafa samband við :

FRAMKVÆMDARSTJÓRI ICELAND FISHING EXPO
Ólafur M. Jóhannesson
TÖLVUPÓSTUR
SÍMI

698 8150

MARKAÐSSTJÓRI
Inga
TÖLVUPÓSTUR
SÍMI

898 8022